Fjárlög 1995

59. fundur
Fimmtudaginn 15. desember 1994, kl. 10:34:59 (2733)

[10:34]
     Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigbjörn Gunnarsson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Enda þótt frv. til fjárlaga fyrir árið 1995 sé nú tekið á dagskrá samkvæmt ákvæðum þingskapa þá hefur fjárln. ekki lokið athugun sinni á frv. Auk þess liggur að sjálfsögðu ekki fyrir álit

hv. efh.- og viðskn. á tekjuhlið fjárlaganna þar sem eins og sjá má á dagskrá fundarins í dag að eftir er að mæla fyrir skattafrumvörpum og því vil ég óska eftir því við hæstv. forseta að þessari umræðu verði frestað til þess tíma sem hæstv. forseti telur hagkvæman til áframhaldandi umræðna um málið.