Tekjuskattur og eignarskattur

59. fundur
Fimmtudaginn 15. desember 1994, kl. 10:57:00 (2743)     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Varðandi þetta mál hefur forseta borist eftirfarandi bréf, dags. 15. des. 1994:
    ,,Með vísan til 3. mgr. 51. gr. laga um þingsköp Alþingis leyfi ég mér að óska eftir því fyrir hönd þingflokka Alþb., Framsfl. og Samtaka um kvennalista að umræðutími við 1. umr. um frv. til laga um tekjuskatt og eignarskatt verði tvöfaldur vegna mikilvægis málsins.
Kristín Ástgeirsdóttir.``

    Forseti hefur ákveðið að verða við þessu og hefst þá umræðan.