Lok umræðu um skattamál

59. fundur
Fimmtudaginn 15. desember 1994, kl. 16:51:04 (2765)

[16:50]
     Jóhanna Sigurðardóttir :
    Virðulegur forseti. Ég taldi mig hafa beðið um orðið áður en hæstv. forseti sleit þessari umræðu. Við erum að tala um mjög mikilvæg mál sem eru skattamálin og umræðan hefur staðið hér yfir frá því í morgun. Það hafa fjölmargir ræðumenn sem hingað hafa komið beint orðum sínum til hæstv. fjmrh. með ýmsar spurningar um ýmis atriði í þessu frv. og mér finnst það mjög óviðurkvæmilegt, sérstaklega þegar við höfum svo stuttan tíma til að fjalla um þetta mál, að hæstv. ráðherra reyni ekki að flýta fyrir málinu með því að veita svör við ýmsum mikilvægum spurningum sem hér hafa verið fram bornar. Mér finnst þetta því ansi klént að umræðunni sé lokið með þessum hætti og spyr hvort ráðherra hafi virkilega engin svör við því sem hér hefur verið fram borið?