Lok umræðu um skattamál

59. fundur
Fimmtudaginn 15. desember 1994, kl. 16:51:51 (2766)


[16:51]
     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegur forseti. Ég held að það sé hárrétt að hæstv. forseti hafi verið búinn að slíta umræðunni áður en beðið var um orðið. Það er kannski ekkert við því að segja hjá stjórnarandstöðunni ef svo er komið að hæstv. fjmrh. hefur ekki svör við neinum af þeim spurningum sem hér hafa verið bornar fram í þessari umræðu. Ég tek undir það með hv. 12. þm. Reykv. að það mun auðvitað ekki greiða fyrir starfi í nefndinni því það hefur komið fram í hv. efn.- og viðskn. að það skortir mjög á að embættismennirnir sem þar hafa mætt hafi haft svör við öllum þeim spurningum sem þar hafa verið bornar upp. En við verðum því miður í stjórnarandstöðu að búa við það að ríkisstjórnin getur ekki svarað spurningum um það sem hér er borið fram og skiptir gríðarlega miklu máli þegar til afgreiðslu málsins kemur.