Flugsamgöngur til Sauðárkróks og Siglufjarðar

60. fundur
Föstudaginn 16. desember 1994, kl. 11:02:30 (2793)


[11:02]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég sé ekki betur en hæstv. samgrh. sé nú einu sinni en dottinn í hagsmunagæslu fyrir Flugleiðir. Það er óviðunandi ástand ef áætlunarflug leggst af til Siglufjarðar og þá er byggðarlagið meira og minna einangrað. Það er alveg rétt hjá hæstv. samgrh., það er búið að setja ágætt bundið slitlag á völlinn á Siglufirði og þar hefur verið byggð viðunandi flugstöð og það er ákaflega óskynsamlegt að nýta ekki þessi mannvirki. Það er eiginlega hörmulegt að hugsa til þess ef þessi ágætu samgöngumanvirki verða ekki nýtt bara fyrir þvermóðsku í hæstv. ráðherra. Heimamenn eru einhuga um það eftir því sem ég best veit að óska eftir því að Íslandsflug fái að millilenda á Sauðárkróki, þetta mál er svo einfalt. Það gengur náttúrlega ekki að þrjóskast við með þeim hætti sem hæstv. ráðherra hefur gert.