Kosning sérnefndar um stjórnarskrármál

60. fundur
Föstudaginn 16. desember 1994, kl. 11:07:55 (2798)


     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Á 53. fundi 9. des. sl. var tveimur málum, 212. og 213. máli, vísað til 2. umr., þ.e. frv. til stjórnarskipunarlaga og frv. til laga um stjórnlagaþing sem mælt var fyrir sameiginlega af flm., hv. 12. þm. Reykv., Jóhönnu Sigurðardóttur. Vísun málanna til nefndar var frestað þar sem 42. gr. þingskapa mælir svo

fyrir um að frumvörpum til laga um breytingar á stjórnarskránni skuli vísa til sérnefndar. Það liggur því fyrir að kjósa sérnefnd um stjórnarskrármál og fer sú kosning nú fram.

    Fram komu tveir listar með jafnmörgum nöfnum samtals og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

    Geir H. Haarde (A),
    Páll Pétursson (B),
    Matthías Bjarnason (A),
    Halldór Ásgrímsson (B),
    Guðmundur Árni Stefánsson (A),
    Sólveig Pétursdóttir (A),
    Ragnar Arnalds (B),
    Tómas Ingi Olrich (A),
    Kristín Einarsdóttir (B).

    Frv. til stjórnarskipunarlaga, 212. máli, og frv. til laga um stjórnlagaþing, 213. máli, var vísað til ofangreindrar sérnefndar án atkvgr.