Hlutafélög

62. fundur
Laugardaginn 17. desember 1994, kl. 11:36:23 (2835)


[11:36]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Ég þakka þessar skýringar og tel þær vera nauðsynlegar því auðvitað er mikilvægt að þessir kaflar sem hv. formaður nefndarinnar minnist á fylgi með. Ég vil lýsa ánægju minni með að það skuli vera ætlun nefndarinnar að vinna að þessum málum strax eftir áramót því ég held að þetta sé nauðsynlegur hluti af slíkum lögum sem við samþykkjum væntanlega fyrir áramót en ég skil vel að það skuli þurfa að taka þennan þátt fyrr fyrir þau fyrirtæki sem eiga að vinna eftir lögunum. En þar sem mér fannst þetta nokkuð illa skýrt þá vildi ég fá skýringu á þessu. Hún er hér komin og ég vil bara hvetja nefndina til þess að vinna að málinu þó tíminn eftir áramót sé frekar skammur en ég býst þá við að nefndin muni ganga í það af krafti.