Stjórnarskipunarlög

63. fundur
Mánudaginn 19. desember 1994, kl. 16:24:25 (2897)



[16:24]
     Flm. (Geir H. Haarde) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að misskilningnum sé nú eytt. Aðalatriðið er það sem segir í 2. málsl. þessarar málsgreinar, að til þess að skylda megi menn til aðildar að félagi verður að liggja fyrir í lögum ákvörðun löggjafans um það atriði, en þó þannig að hlutverkið sé tiltekið í lögunum og það sé annaðhvort í almannaþágu eða vegna réttinda annarra. Annaðhvort vegna almannahagsmuna eða vegna réttinda annarra. Þetta held ég að sé alveg skýrt. Það verður að liggja fyrir af hálfu löggjafans að hann feli einhverju tilteknu félagi slíkt hlutverk.