Hlutafélög

63. fundur
Mánudaginn 19. desember 1994, kl. 21:28:39 (2914)



[21:28]
     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Sú umræða sem hér á sér stað gengur út á það hversu langt skuli ganga í því að takmarka rétt manna til þess að sitja sem framkvæmdastjórar eða stjórnarmenn hafi þeir lent í ítrekuðum gjaldþrotum eða gerst brotlegir. Það sem um ræðir er það að við vitum dæmi þess að menn setja fyrirtæki í gjaldþrot, jafnvel aftur og aftur en það þarf ekki að vera um refsivert athæfi að ræða.
    Sú brtt. sem er til umræðu gengur ekki svo langt heldur er um það að ræða að ýmis þau mál sem snerta brot manna í atvinnurekstri eru leyst með sektarmeðferð hjá yfirskattanefnd. Við ræddum það hvort

ætti að standa meiri háttar brot í tillögunni en frá því var fallið vegna þess að þá er spurningin hver eigi að dæma um það hvað eru meiri háttar brot og hvað eru minni háttar brot. Hér er um það að ræða að þeir sem hafa brotið af sér í rekstri fyrirtækja eigi að sæta ákvæðum 55. gr. eins og hún er nú orðin í ljósi þess að hafa fengið dóm yfirskattanefndar en hann felst í því að menn eru dæmdir í sekt. Ég ítreka að hér er verið að tala um refsivert athæfi og það ber að skoða málið í ljósi þess.