Fjáraukalög 1994

64. fundur
Þriðjudaginn 20. desember 1994, kl. 15:18:47 (2923)



[15:18]
     Egill Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að vekja athygli á og reyndar mótmæla því sem kemur fram í síðari mgr. undir fyrirsögninni Landbúnaðarráðuneyti þar sem sagt er að tilteknir aðilar hafi komið sér saman um að ekki yrði um frekari greiðslur að ræða varðandi jarðræktarlög. Ég minni á að lögin til næsta árs eru virk að þessu leyti þannig að þær ákvarðanir sem kunna að verða teknar geta ekki virkað aftur fyrir sig að þessu leyti. Ég minni sérstaklega á að árið 1992 var fallist á það við fjárlagagerð að greiða þau jarðræktarframlög sem unnin voru áður en lögunum var þá breytt. Ég hlýt að vekja athygli á þessu og reyndar mótmæla því um leið.