Afgreiðsla fjáraukalagafrumvarps

64. fundur
Þriðjudaginn 20. desember 1994, kl. 16:30:38 (2933)

[16:30]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að spyrja hvar annar stjórnarflokkurinn sé staddur. Ég sé nú ekki nema einn eða jafnvel tvo hv. þm. Sjálfstfl. og því hlýt ég að spyrja einnig af því að ég mætti til fundar í dag tilbúinn til þess að tala í fjáraukalögum hvenær það mál verði á dagskrá vegna þess að ég er allur af vilja gerður til þess að greiða fyrir þingstörfum og ég þarf að nota minn tíma til að undirbúa nefndarálit með öðrum minnihlutamönnum í fjárln. fyrir 3. umr. fjárlaga. Þess vegna vildi ég inna virðulegan forseta eftir hvort þetta mál kemur á dagskrá eða hvort er hægt að leggja þetta mál til hliðar í bili.