Tekjustofnar sveitarfélaga

65. fundur
Þriðjudaginn 20. desember 1994, kl. 16:58:54 (2945)

[16:58]
     Frsm. félmn. (Gísli S. Einarsson) :
    Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá félmn. um frv. til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem allir hv. nefndarmenn hafa lýst yfir samþykki sínu með undirritun. Álitið er svohljóðandi:
    ,,Nefndin hefur fjallað um málið. Það er lagt fram samhliða frv. til laga um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, 282. máli, þar sem lagt er til að ekki skuli skattleggja launatekjur barna og ungmenna undir 75.000 kr. á ári. Hér er lagt til að hið sama gildi um útsvarsgreiðslur barna og ungmenna og mælir nefndin með að frv. verði samþykkt.``