Afgreiðsla stjórnarfrumvarpa

65. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 00:49:56 (2986)

     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Forseti getur gert hæstv. forsrh. viðvart um að hans sé óskað í salinn, hann er hér í húsinu. Það vill þannig til að forseta er kunnugt um að hann er upptekinn á fundi með þingflokksformönnum. Hér er enn einn eftir á mælendaskrá og tekur hann nú til máls en hæstv. fjmrh. hefur ekki enn beðið um orðið.