Fjáraukalög 1994

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 12:17:17 (3004)


[12:17]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil í fyrsta lagi staðfesta að sá texti sem er í nál. og vitnað hefur verið til var undir mig borinn og ég stend að sjálfsögðu að honum. Í öðru lagi þá tel ég mjög mikilvægt að 40 milljónir sem áætlað er að gangi til þessara verkefna sem lýst hefur verið í þessu frv. geti gengið til þeirra verkefna. Í þriðja lagi þá er þess að geta að samkvæmt jarðræktarlögum þá er réttur til framlaga háður fjárveitingum Alþingis og hér er tekið fram að ákveðnar upphæðir eiga að ganga til þeirra verkefna sem lýst er í fjáraukalagafrv.
    Loks vil ég taka það sérstaklega fram vegna óska hv. þm. að það stendur ekki til að gera breytingar á svokölluðum bandormi ríkisstjórnarinnar né í öðrum fyrirliggjandi frumvörpum á jarðræktarlögum um þau atriði sem hér hafa verið til umræðu.