Fjáraukalög 1994

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 15:03:43 (3034)


[15:03]
     Eggert Haukdal (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Út af orðum hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar þar sem hann vék að mér í máli sínu áðan þá var ég sannarlega ekki að gera tilkall til neinna sigra, síður en svo. Ég benti hins vegar á í máli mínu fyrr í dag að það voru þrír landbúnaðaráðherrar sem hafa ekki staðið við jarðræktarlög og ekki greitt að fullu út. Það var ekki sigur í þessu máli hjá mér að ég studdi tvo þeirra sem svona gerðu. Ég studdi hins vegar ekki hæstv. fyrrv. landbrh. Steingrím J. Sigfússon sem er einn af þessum þremur.