Fjárlög 1995

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 18:41:44 (3065)


[18:41]
     Margrét Frímannsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er rétt sem kom fram hjá hv. þm. að vextir lækkuðu um tíma. Það er hins vegar viðurkennd staðreynd að þeir hafa hækkað undanfarið og mér sýnist að í afgreiðslu fjárlaga bendi ekkert til annars heldur en að það sé gert ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka eitthvað og sú hækkun sem er t.d. á vaxtagjöldum um 300 millj. bendir til þess.
    Ég tók hér samningsstjórnun jákvætt upp vegna þess að ég held að þetta sé mjög spennandi kostur og hefur verið mjög vel kynnt af fjmrn. Ég vil þó taka fram, virðulegi forseti, að ég tel að þetta sé eina fjöðrin sem eftir er í stéli ríkisstjórnarinnar.