Fjárlög 1995

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 18:42:43 (3066)


[18:42]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það eru margar góðar fjaðrir í stéli ríkisstjórnarinnar sem betur fer, en það var ekki að ástæðulausu að samningsstjórnun var tiltekin sem einhver skrautfjöður. Varðandi þróun vaxta, þá held ég að það sé engin ástæða til þess að vekja einhvern ótta eða draga fram sem hættumerki þann halla sem er á ríkissjóði. Ég tel að öll merki efnahagslífsins, eins og fram kom á fundi fjárln. þegar forstjóri Þjóðhagsstofnunar gerði grein fyrir endurskoðaðri þjóðhagsáætlun, öll merki í þjóðfélaginu bendi til þess að við séum á uppleið og fjárlög sem hér eru til umfjöllunar eru vissulega tæki til þess að okkur megi takast að draga úr atvinnuleysi og styrkja stöðu þjóðarbúsins inn á við og út á við.