Fjáraukalög 1994

66. fundur
Fimmtudaginn 22. desember 1994, kl. 00:56:14 (3129)

[00:56]
     Jóhanna Sigurðardóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Brtt. á þskj. 380 felur í sér að óskertar tekjur af erfðafjárskatti renni í Framkvæmdasjóð fatlaðra eins og lög um sjóðinn gera ráð fyrir en til þess að svo sé er áætlað að 85 millj. vanti upp á á yfirstandandi ári. Þar sem hæstv. fjmrh. hefur lýst því yfir að engin áform séu uppi um að skerða tekjur til sjóðsins og að þeim verði skilað í Framkvæmdasjóð fatlaðra þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir á næsta ári vegna ársins 1994 er þessi tillaga dregin til baka.