Fjárlög 1995

66. fundur
Fimmtudaginn 22. desember 1994, kl. 01:35:32 (3138)

[01:35]
     Matthías Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir að framvegis verði markaðir tekjustofnar flugmálaáætlunar, flugvallagjald og eldsneytisgjald, notaðir til að fjármagna rekstur flugvalla sem er ekki í samræmi við lög sem eru í gildi. Breyting er á þessu í hinum svokallaða bandormi. Ég vil á þessu stigi sitja hjá við afgreiðslu því ég mun greiða atkvæði gegn þeirri breytingu þegar frv. um bandorminn kemur til atkvæða.