Fjárlög 1995

66. fundur
Fimmtudaginn 22. desember 1994, kl. 01:42:33 (3141)


[01:42]
     Jóhann Ársælsson :
    Hæstv. forseti. Hér er um að ræða tillögu um 25% hækkun á niðurgreiðslum til húshitunar. Ríkisstjórnin hafði frómar óskir um að það skyldi tekið á þeim málum. Það hefur ekkert miðað frá því hún tók við. Það kom síðan í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni fyrir nokkru síðan ný yfirlýsing um að það ætti að taka á þessum málum og einhvers staðar eru 50 millj. til viðbótar við þessa hluti til að fara í einhvers konar viðræður við orkufyrirtæki um lækkun húshitunarkostnaðar. Ég held að það væri rétt að sýna einhvern alvörulit í því að lækka húshitunarkostnað og því er þessi tillaga flutt, um 25% hækkun á niðurgreiðslum til húshitunar.