Fjárlög 1995

66. fundur
Fimmtudaginn 22. desember 1994, kl. 02:01:53 (3153)


[02:01]
     Jóhann Ársælsson :
    Hæstv. forseti. Mér finnst fáránlegt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga eigi að bera uppi kostnaðinn af mistökum í ráðuneytinu og ég tel að það sé eðlilegt að Alþingi taki ábyrgð á starfsmönnum sínum, þ.e. ráðherrum og opinberum starfsmönnum í ráðuneytum, sem gera mistök. Þess vegna er þessi tillaga flutt.