Lánsfjárlög 1995

67. fundur
Þriðjudaginn 27. desember 1994, kl. 15:22:33 (3168)


[15:22]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er hræddur um að ef ráðherra frá Framsfl. hefði lagt svona plagg fram og gefið eins skýringu og hæstv. fjmrh. gefur hér, að hún sé teygjanleg og geti gengið í báðar áttir, það hefði þótt eitthvað skrýtin framlagning og afgreiðsla á hv. Alþingi. Ég vil ráðleggja hæstv. fjmrh. það að taka inn þessa heimildargrein í lánsfjárlögin til að málið fái einhverja þinglega umfjöllun í upphafi þó að ekki sé meira.
    Það er eins og ég segi, ég mæli ekkert gegn þessu máli eða með því á þessu stigi en mér finnst þessi afgreiðsla vera með nokkuð sérkennilegum hætti.