Lánsfjárlög 1995

67. fundur
Þriðjudaginn 27. desember 1994, kl. 19:58:34 (3206)


[19:58]
     Guðmundur Bjarnason :
    Virðulegur forseti. Hér er á ferðinni tillaga um að heimila Vegagerðinni, vélamiðstöð, að yfirtaka skuldir Hríseyjarhrepps vegna kaupa á ferjunni Sæfara. Ég greiði þessari tillögu atkvæði mitt vegna þess að ég tel nauðsynlegt að létta þessum skuldum af Hríseyjarhreppi og óeðlilegt að lítið sveitarfélag beri ábyrgð á skuldum vegna samgangna við eyjuna. Ég er hins vegar andvígur því að Vegagerðinni sé blandað með þeim hætti í rekstur á ferjum og flóabátum sem núv. hæstv. ríkisstjórn hefur gert og það að vélamiðstöðin eigi að taka ábyrgð á þessum skuldum, en lít svo á að með þessu sé í raun verið að viðurkenna það að ríkið yfirtaki skuldina, ríkið beri ábyrgð á þessari lántöku og greiði þess vegna atkvæði með tillögunni, en tel að það sé síðari tíma verkefni að ganga frá því hvernig afborgunum af þessu láni verði síðan háttað.