Um fundarstjórn forseta.

68. fundur
Þriðjudaginn 27. desember 1994, kl. 23:30:11 (3234)


[23:30]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég skal með glöðu geði lýsa efnislega afstöðu minni til málsins í umræðum um málið. Ég tel að það eigi ekki að gera það undir liðnum fundarstjórn forseta einfaldlega vegna þess að engin beiðni hefur komið frá sjálfstæðismönnum um að fresta málinu. Þvert á móti hefur komið fram vilji frá öllum þeim sem hafa talað af hálfu Sjálfstfl. að staðið verði við það samkomulag sem gert var. Einustu tafirnar sem hafa orðið á þessum fundi var tæplega 40 mínútna fundur sjálfstæðismanna og nú, rúmlega hálftíma umræða um fundarsköp, en ég mun að sjálfsögðu taka þátt í efnisumræðu um málið á eftir og vona að það muni duga.