Lánsfjárlög 1995

68. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 01:08:32 (3254)



[01:08]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Aðeins vegna þess sem hæstv. ráðherra sagði í lokin um leiguna þá vil ég láta það koma fram að fulltrúar utanrrn. sem komu á fund nefndarinnar fyrr í kvöld upplýstu það að vegna hárrar leigu væri farið að draga verulega úr þjónustu og nefndu þar sérstaklega til Póst og síma og Landsbankann. Ég held þess vegna að það sé afar varhugavert að fara mikið inn á þá leið.
    En ég kom hér upp vegna þess að hæstv. ráðherra minntist á breytingar á verslunarrekstri og mig langar til að inna hann eftir því hvort sú hugmynd, sem oft hefur verið uppi, að brjóta verslunarreksturinn upp og bjóða hann út til einstaklinga, til einkaframtaksins, eins og mjög víða er gert erlendis, sé enn uppi á borði hjá ráðuneytinu. Þessari spurningu mundi ég gjarnan vilja fá svar við.