Lánsfjárlög 1995

68. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 01:10:01 (3256)


[01:10]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég held að það megi vel halda tekjum ríkissjóðs þó að þessi rekstur yrði boðinn út til einkaframtaksins og reynslan af því blasir við víðast hvar erlendis. Ég held hins vegar að sú stefna sem nú er við lýði, að stækka verslunarplássið og auka úrvalið, sé mjög varasöm því að hún er í beinni samkeppni við aðila á heimamarkaðnum. Nægir þar að nefna sem dæmi að í Fríhöfninni, ég hef reyndar hvergi séð það annars staðar, eru seldir hlutir eins og t.d. reiðhjól, útigrill og hlutir þar fram eftir götum. Ég held því að Fríhöfnin sem slík sé komin út á mjög hálan ís hvað vöruval snertir.