Lánsfjárlög 1995

68. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 01:15:14 (3260)



[01:15]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er rangt hjá hæstv. utanrrh. að hann hafi í tíð síðustu ríkisstjórnar flutt tillögur um lausn á fjárhagsvanda flugstöðvarinnar sem strandað hafi á neitunarvaldi þáv. samgrh. og hæstv. utanrrh. væri maður að meiri ef hann viðurkenndi það hér að þetta sé rangt með farið. Málið var aldrei með þeim hætti til umfjöllunar í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hvað hefur gerst í tíð þessarar ríkisstjórnar er annað mál, en það er óþarfi fyrir hæstv. utanrrh. að vera bera menn sökum sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn vegna þess að hann nær ekki samkomulagi í núverandi ríkisstjórn um málið. Og ég fer fram á það að hæstv. utanrrh. viðurkenni að honum hafi orðið á þau mistök að bera fyrrv. samgrh. og félaga sína í fyrrv. ríkisstjórn röngum sökum.