Lánsfjárlög 1995

68. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 03:32:07 (3287)


[03:32]
     Pétur Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. 3. þm. Vestf. fyrir þessi orð og ég vil gleðja hann með því að ég get tekið undir eiginlega hvert orð í hans ræðu og er honum hjartanlega sammála því líkt og hann þá hef ég mikinn áhuga á því að fiskeldi fái að dafna hér á landi og ég hef mikinn áhuga á því að ekki verði um fleiri slys eins og ég tel að hafi verið þegar Þórslax varð gjaldþrota, ég tel að það hafi verið slys eða réttara sagt skortur á skynsamlegum aðgerðum sem hefðu getað bjargað þessu fyrirtæki sem átti það mikinn lífmassa í stöðunni og átti það mikla möguleika á að starfa hefði það fengið eðlilega og sjálfsagða fyrirgreiðslu. Þannig að ég er honum algjörlega sammála. Hins vegar, það sem ég var að víkja að orðum hans var einmitt það sem hann sagði sjálfur. Hann skoðaði fyrirtækið fordómalaust en eins og hann líka tók fram, án þeirra upplýsinga sem skiptu máli til þess að móta sér skoðun á þessu erindi sem allt í einu spratt hérna fram og kom inn á borð þingmanna án þess að menn hefðu skoðun á fyrirtækinu eða þekkingu á stöðu þess. Það fylgdu engar upplýsingar. Það var einmitt þetta, ég var eiginlega að taka undir orð hv. 3. þm. Vestf. með það að þetta er mál sem er mjög sérkennilegt og ég tek undir það. Í þessari umræðu þá held ég að mjög margir hv. þm. hafi fengið svolítið aðra mynd af þessari beiðni, þessu erindi, sem ég get tekið undir að er vissulega stefnubreyting að menn fari að huga að málefnum fiskeldisins en þessi aðgerð var mjög sérkennileg sem sú fyrsta. En að öðru leyti tek ég undir hvert einasta orð sem hann sagði í ræðu sinni.