Ábyrgð á láni til Silfurlax hf.

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 13:18:31 (3322)

[13:18]
     Matthías Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Þessar umræður um störf þingsins hafa verið alleinkennilegar og síðasta ræða sem hæstv. umhvrh. flutti um lögmæti þess að lána út á hafbeitarfisk sem kann að koma til skila á árinu 1996 kemur mér undarlega fyrir sjónir af jafngagnmenntuðum manni og hann er. En ég spyr svo aftur í leiðinni og það skiptir máli fyrst störf þingsins eru komin út í þetta: Er þá réttlætanlegt að stærsta lánastofnun þjóðarinnar neiti algerlega um lán út á fisk sem er öruggur í kerum? Finnst umhvrh. það vera alveg sjálfsagður hlutur?