Lánsfjárlög 1995

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 13:47:40 (3324)


[13:47]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Þessi till. sem er seint fram komin við 3. umr. um frv. til lánsfjárlaga hefur vakið mikið umtal og undrun og í vaxandi mæli eftir því sem komið hefur í ljós hvernig að þessu máli er staðið. Ég tel það mál út af fyrir sig að fara efnislega yfir málefni fiskeldisstöðva í landinu, hafbeitar sem annarra, og meta það hvort réttmætt sé að veita stuðning, m.a. með ríkisábyrgð ef svo ber undir. Ég tel hins vegar með öllu óeðlilegt að þannig sé staðið að máli eins og hér er gert, eitt fyrirtæki tekið út úr, vísað til veða eftir fleiri ár í óvissum afla og síðan upplýsinga sem hafa komið fram um það að öll þessi málafylgja öll stangast á við hæstaréttardóm. Ég segi því nei.