Lánsfjárlög 1995

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 14:00:35 (3334)


[14:00]
     Einar K. Guðfinnsson :
    Virðulegi forseti. Hér er verið að taka ákvörðun um hvort veita skuli fyrirgreiðslu til tiltekins fyrirtækis í fiskeldi. Sagt hefur verið að þetta fyrirtæki hafi sérstöðu. Vissulega hefur fyrirtækið sérstöðu líkt og öll fyrirtæki í fiskeldi hafa sína sérstöðu. Ég vek t.d. athygli á að alls ekki er um að ræða einu hafbeitarstöðina í fiskeldi á Íslandi. Ég ræddi þetta mál ítarlega efnislega í nótt og þarf í sjálfu sér engu við að bæta. Þar rakti ég m.a. hvernig fyrirtækjum í þessari grein hefur verið og er mismunað. Spurningin sem við þurfum að svara er einfaldlega þessi: Er jafnræðis gætt á milli fyrirtækja ef við afgreiðum þessari tillögu jákvætt? Þessari spurningu er einungis hægt að svara með fleygum orðum: Svo er ekki. Ég segi því nei.