Brunatryggingar

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 14:11:46 (3337)

[14:11]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu í fyrsta lagi vegna þess að ég tel að umsýslugjaldið sé óþarft. Hér er verið að leggja á nýjan skatt sem engin sérstök rök eru fyrir.
    Í öðru lagi tel ég að með því að greiða þessu atkvæði séu menn að staðfesta þá lögleysu sem hæstv. heilbrrh. gerði sig sekan um sl. sumar þegar hann gaf út reglugerð um álagningu þessa gjalds án þess að lagaheimild væri fyrir því. Ég tel að það sé óhjákvæmilegt að ræða þetta mál nánar en ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu um þennan nýja skatt eins og hún liggur fyrir hér.