Brunatryggingar

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 14:12:33 (3338)


[14:12]
     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Það er að vísu rétt að með þessu ákvæði er verið að leggja örlítið gjald á fasteignaeigendur í landinu en um leið, og það finnst mér skipta meira máli, er ákveðið að fella niður gjöld sem Fasteignamat ríkisins hefur tekið fyrir útgáfu ýmiss konar vottorða. Þeir sem yfirleitt þurfa á þessum vottorðum Fasteignamats ríkisins að halda eru fólk sem á í nokkrum greiðsluerfiðleikum og þar af leiðandi tel ég að það sé verið að koma að vissu leyti til móts við þennan hóp með því að Fasteignamatið ákveði að fella þetta gjald niður af þeim vottorðum sem það er að gefa út. Stjórnarandstaðan skrifaði undir þetta nefndarálilt með fyrirvara, ekki síst vegna þess hvernig að málinu var staðið í upphafi, þ.e. að hæstv. heilbrrh. gaf út reglugerð sem óvíst var hvort stæðist lög og síðan var komið með þetta frv. inn á Alþingi til að tryggja lagastoð þeirrar reglugerðar. Þrátt fyrir það greiði ég atkvæði með þessu frv.