Brunatryggingar

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 14:15:17 (3339)

[14:15]
     Pétur Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég tel að í ákvæðum 2. gr. þessa frv. þar sem er breyting á 2. mgr. 3. gr. laganna sem heimilar að miðað sé við markaðsverð í stað brunabótamats að frádregnum 15%, sé um verulega mismunun að ræða eftir búsetu manna sem ekki er hægt að fallast á. Menn greiða iðgjöld til tryggingafélaga miðað við brunabótafjárhæð samkvæmt mati og því hljóta bætur að miðast við brunabótaverðmæti hvar sem er á landinu. Við þetta bætist að þar sem markaðsverð er lægst á landinu eru jafnframt dýrastir aðdrættir til bygginga. Ég segi því nei við 2. gr.