Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 14:35:19 (3350)


[14:35]
     Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Það var eitt atriði í úrskurði forseta sem ég vildi koma á framfæri ábendingu varðandi. Það er spurningin um hvort það sé eðlilegt að vera að leggja mat á efni máls í þessu sambandi og líklegan vilja meiri hluta þings. Ég held að það sé miklu tryggara að láta í raun form gilda í þessu efni

alveg ótvírætt en ekki slík huglæg ákvæði eða vera að leggja mat á hvort það sé eðlilegt að víkja frá því sem sé meginregla. Þetta finnst mér að þyrfti að athuga frekar við athugun málsins.
    Ég undrast það nokkuð að þessi umræða og beiðni um úrskurð og álitamálin honum tengd skuli ekki hafa komið til umræðu í þingflokkum og vil inna hæstv. forseta eftir því hvort mál þetta hafi verið rætt og kynnt í forsætisnefnd Alþingis áður en úrskurður var upp kveðinn.