Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 15:12:42 (3369)


[15:12]
     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ákvæði frv. eru ýmist tímabundin og tengd árinu 1995 sérstaklega, eins og fram kemur við lestur greinarinnar, það er ýmist verið að breyta lögum með varanlegum hætti eða tímabundið. Þau ákvæði sem eru tímabundin og eiga eingöngu við árið 1995 eru flest í II. kafla frv., sem eru svokölluð ,,þrátt- fyrir``-ákvæði. En þetta ákvæði sem hv. þm. spurði um er í 8. og 9. gr. frv. en ekki í þessum ,,þrátt-fyrir`` kafla og þau eru ekki tímasett eða tengd árinu 1995 sérstaklega og ekkert í gildistökuákvæði frv. sem segir eða tekur það sérstaklega fram að þau eigi eingöngu við árið 1995. Þannig að ég lít svo á og hef litið svo á að þarna sé um ótímabundna breytingu að ræða.