Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

69. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 15:54:18 (3374)


[15:54]
     Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir þessi orð. Ég veit að hann þekkir vel til í borginni og áttar sig á því að hér er um býsna sérstætt mál að ræða og ég held að við hljótum að geta fundið þessar 8 millj. kr. einhvers staðar. Enda vil ég ítreka það að það fylgir töluverður kostnaður þessum breytingum. Það eru áætlaðar 700 þús. kr. til landlæknisembættisins vegna þessara breytinga sem landlæknir reyndar telur vera allt of lága upphæð. Síðan koma launin til þessa heilsugæslulæknis sem áætlað er að ráða í 20% starf og síðan er allt það sem þarf að koma fyrir annars staðar. Þannig að ég vona að við náum hér samkomulagi um að fresta þessu máli og skoða þetta miklu betur til hagsbóta fyrir okkar umbjóðendur, borgarbúa í Reykjavík.