Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

72. fundur
Fimmtudaginn 29. desember 1994, kl. 17:08:51 (3439)


[17:08]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég get í einu orði svarað hv. þm. Forræðið fellur undir hæstv. landbrh. og það tekur sig ágætlega út í þessari tillögu. Ég get hins vegar glatt hv. þm. og heildsala með því að hann getur verslað eins og hann hefur gert þangað til lögunum verður breytt. Hann getur flutt inn landbúnaðarafurðir á sama hátt og hann hefur gert fram að þessu þangað til lögunum verður breytt. Þá veitist honum e.t.v. svigrúm til þess að flytja einhverjar fleiri landbúnaðarvörur inn eða aðrar landbúnaðarvörur. En það er ekkert verið að taka af honum leyfið að flytja inn eina fyrirferðarmestu landbúnaðarafurð Evrópu, rauðvínið. Hann getur gert eftir áramót eins og fram að áramótum.