Tekjuskattur og eignarskattur

72. fundur
Fimmtudaginn 29. desember 1994, kl. 21:49:03 (3464)


[21:49]
     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Út af því sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson ræddi um vil ég fyrst þakka honum fyrir þá ábendingu sem hann kom með varðandi gildistökuákvæðið. Það verður tekið til skoðunar með öðrum atriðum núna á milli umræðna.
    Varðandi þá umfjöllun sem hann var með um gjaldþrot innan þriggja ára eignarhaldstíma á hlutabréfum þá held ég að ég geti fullyrt það að ef fyrirtæki verður gjaldþrota verður frádrátturinn ekki tekjufærður. Ég lít svo á að til þess að hægt sé að tekjufæra þann frádrátt sem fólk hefur nýtt sér vegna hlutabréfakaupa þá þurfi viðkomandi einstaklingur að hafa selt bréfin og það sé það sem um er að ræða en ekki það að fyrirtækið verði gjaldþrota og eignin sé afskrifuð.