Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

72. fundur
Fimmtudaginn 29. desember 1994, kl. 22:21:43 (3469)


[22:21]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hv. 14. þm. Reykv. fyrir ábendingarnar og þá ágætu ræðu sem hún flutti. Ég tel mjög mikilvægt að þetta komist til skila og að breytingartillögurnar verði fluttar. Þess vegna skora ég á hana þar sem hún er búin að vinna það mikið í þessu máli að flytja sjálf breytingartillögur eða a.m.k. láta útbúa þær við breytingartillögur meiri hluta nefndarinnar vegna þess að ég tel mjög mikilvægt að þetta verði lagað. Þar sem enginn af þeim sem flytur þessar brtt. var í salnum þegar hv. þm. talaði tel ég rétt að þetta verði sett á þskj. þannig að menn átti sig á því í raun og veru hvað þarna er á ferðinni.