Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

72. fundur
Fimmtudaginn 29. desember 1994, kl. 22:22:40 (3470)


[22:22]
     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér er það ljúft og skylt að útbúa þær breytingartillögur sem ég var að benda á að þyrfti að gera en síðan þarf líka að breyta útvarpslögunum því að þangað til það hefur verið gert verður ekki um að ræða ókeypis afnot af útvarpi og sjónvarpi fyrir það fólk sem fær húsaleigubætur og missir þar með uppbótina. En það er síðari tíma mál sem er sjálfsagt að semja við útvarpið í einhverju millibilsástandi en ég skal sjá til þess að lagðar verði fram brtt. ef þess er óskað og skal ganga í það hér og nú.
[Fundarhlé --- 22:23.]