Brunatryggingar

73. fundur
Föstudaginn 30. desember 1994, kl. 01:23:53 (3493)


[01:23]
     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Í frv. til laga um breytingu á lögum um brunatryggingu, nr. 48/1994, eins og það er eftir 2. umr., segir svo í 1. gr. staflið a, með leyfi forseta:
    ,,Á eftir 2. málslið 1. gr. komi nýr málsliður svohljóðandi:
    Þó skal Fasteignamat ríkisins að jafnaði annast fyrstu virðingu.``
    Ég lít svo á að með þessu ákvæði sé Fasteignamati ríkisins heimilt að semja við þriðja aðila um að annast slíka virðingargerð í sínu nafni enda sé virðingargerðin unnin í fullu samræmi við lög um brunatryggingu og samkvæmt reglum sem Fasteignamat ríkisins setur enda valdi það húseiganda og/eða vátryggingafélagi engum umframkostnaði.
    Við samningu reglugerðar á grundvelli laganna mun ég gæta þess að ofangreint sjónarmið verði virt.
    Virðulegi forseti. Þessa yfirlýsingu vil ég láta koma fram við þessa umræðu.