Brunatryggingar

73. fundur
Föstudaginn 30. desember 1994, kl. 01:33:42 (3496)


[01:33]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil láta það koma fram að ég treysti mér ekki til að styðja þetta frv. þrátt fyrir þá yfirlýsingu sem fram kom hjá hæstv. heilbrrh. núna áðan og ég met mikils. Ég tel að frv. sé meingallað, ófaglegt frá tryggingalegu sjónarmiði og í raun og veru afgreitt með þeim hætti, ef það verður gert að lögum hér í nótt, að það er óhjákvæmilegt að koma að þessu máli aftur bak jólum með einhverjum hætti. Ég mun því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.