Frestun á fundum Alþingis

75. fundur
Föstudaginn 30. desember 1994, kl. 02:06:16 (3509)


[02:06]
     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Aðeins örstutt varðandi misskilning eins og hæstv. forsrh. kýs að orða það. Þetta er túlkunaratriði og ekki eru allir sammála um þá túlkun. Ég hef lýst þeirri túlkun sem ég hef á þessu og

margir fleiri sem ég hef rætt við. Ég tel að það komi fyllilega til greina að breyta ákvæðinu þannig að ekki sé neinn vafi á túlkun og að greininni verði breytt þannig að ekki þurfi að koma til slíkra þáltill. eins og hér er verið að bera fram heldur sé bara eðlilegt að þegar þingið tekur hlé þá taki það hlé og síðan geti það komið saman án þess að það þurfi að vera með neitt vesen í kringum það þó svo að bráðabirgðalagaheimildin sé í stjórnarskránni áfram ef menn vilja endilega hafa það svo. Ég tek fram að ég er á móti því ákvæði en ef það er áfram þá sé það bara notað í algerum neyðartilvikum, þ.e. þegar ekki næst að boða Alþingi saman.
    Þetta vildi ég taka fram, frú forseti.