Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

90. fundur
Fimmtudaginn 09. febrúar 1995, kl. 17:43:36 (4138)


[17:43]
     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Mér finnst það mjög athyglisvert að einn af ráðherrum í ríkisstjórn Íslands, sem fer raunar með nokkur ráðuneyti, skuli sjá ástæðu til þess að gerast einhvers konar þátttakandi við lok þessarar umræðu með því að vera að kasta skít í aðra stjórnmálaflokka með þeim hætti sem hann gerir. Hann hefur uppi dóma um það að Alþb. hafi verið að einangra sig í íslenskum stjórnmálum. Það eru hans orð og hans ályktanir og það eru kannski hans óskir líka. En ég held að hann ætti að spara sér það. Það hafa verði gerðar mjög margar tilraunir til þess síðan Alþb. var stofnað 1968 að einangra það í íslenskri pólitík. Það hefur mörgum ráðum verið beitt í þeim efnum. En Alþb. hefur verið þátttakandi í ríkisstjórnum landsins margoft á þessu tímabili og látið þar að sér kveða, meira að segja átt samskipti við Alþfl. í a.m.k. tvö skipti á þessum tíma og tekist þrátt fyrir allt að eiga þar samstarf við þann flokk sem lætur sér nú sæma það að reyna að ata Alþb. auri en það lendir framan í þeim sem hér talaði.