Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 295 . mál.


387. Tillaga til þingsályktunar



um endurskoðun laga um tjáningarfrelsi.

Flm.: Svavar Gestsson, Ingi Björn Albertsson, Jón Helgason,


Kristinn H. Gunnarsson, Kristín Einarsdóttir.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hraða endurskoðun þeirra ákvæða hegningarlag anna sem fjalla um meiðyrði. Þá samþykkir Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta semja sérstakt lagafrumvarp um prentfrelsi og um framkvæmd á þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem eiga að tryggja prentfrelsi. Höfð verði hliðsjón af þeim lagaákvæðum sem tryggja eiga prentfrelsi og tjáningarfrelsi í grannlöndum okkar, en þess verði einnig gætt að taka mið af nýrri tækni í fjölmiðlun þannig að ný lög verði í samræmi við þá tækniþróun sem orðið hefur á sviði fjölmiðl unar.
     Ríkisstjórnin geri Alþingi grein fyrir þessari endurskoðun og tillögum sínum í upphafi næsta þings.

Greinargerð.


    Ákvæði almennra hegningarlaga um meiðyrði eru löngu úrelt. Um það er full samstaða með al flestra þeirra er að málum þessum hafa komið.
    Hér er flutt tillaga um að
     a .     hraðað verði endurskoðun þeirra ákvæða hegningarlaga sem á einhvern hátt snerta tjáningarfrelsi og geta orðið til þess við óvarlega notkun að hefta málfrelsi,
     b .     kannað verði hvort setja eigi sérstök lög um prentfrelsi og tjáningarfrelsi til þess að fylla betur út í þann ramma sem stjórnarskráin kveður á um og
     c .     höfð verði hliðsjón af reynslu grannþjóða okkar í þessum efnum.
    Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórninni verði falið að vinna að þessum verkefnum og gefa Al þingi skýrslu um gang málsins með haustinu.
    Á Alþingi hafa verið flutt fjölmörg þingmál um þetta efni á seinni árum en þau hafa ekki náð fram að ganga, m.a. vegna þess að endurskoðun almennra hegningarlaga hefur staðið yfir. Á síðustu þingum hafa verið flutt mál er kveða á um að fella brott úr hegningarlögum 108. gr. þeirra sem kveður á um sérstaka vernd fyrir opinbera starfsmenn. Hefur Kristinn H. Gunnarsson flutt þingmál þetta ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Töldu flutningsmenn að Hæstiréttur hefði túlkað þessi lagaákvæði of rúmt og því væri óhjákvæmilegt að breyta lögunum. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp þann úrskurð að þessir dómar Hæstaréttar séu í raun brot á mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Kveikjan að þingmáli þessu voru dómar þeir sem kveðnir voru upp gegn Þorgeiri Þorgeirssyni og Halli Magnússyni. Dómsmála ráðuneytið hefur haft þessi mál til athugunar um skeið. Mun niðurstaða athugunarinnar vera sú að ekki sé ástæða til að breyta þeim lagaákvæðum sem í gildi eru og verður það mál því væntan lega til meðferðar á ný á Alþingi í vetur.
    Þær áherslur, sem hafa ber í huga við breytingar á lögum í þessu sambandi, eru að mati flutn ingsmanna þessar: Meiðyrðalöggjöfin er úrelt eins og nú háttar fjölmiðlun og boðkerfum í land inu. Engu að síður þarf að vera til löggjöf sem ver fólk eins og kostur er fyrir meiðyrðum og ósönnum áburði. Þess vegna er nauðsynlegt að sett verði lög um prentfrelsið sem hluta af tján ingarfrelsinu í heild.
    Meiðyrðamál þau sem höfðuð hafa verið eru af misjöfnum toga. Í fylgiskjali er birt yfirlit yfir síðustu dóma í ærumeiðingarmálum.



Fylgiskjal.


Nýjustu dómar í ærumeiðingarmálum.



1. Héraðsdómur Reykjavíkur 21. júlí 1994.
    Skipatækni hf. gegn Sigurði Ingvasyni. Ummæli dæmd dauð og ómerk: 12 af 12. (Sums staðar voru ómerkt einstök orð úr viðtölum en annað látið standa.) Refsisekt í rík issjóð: 50.000 kr. Miskabætur: 250.000 kr. Dæmdur birtingarkostnaður: 100.000 kr. Dæmdur málskostnaður: 200.000 kr. auk vsk. Skaðabótakröfu hafnað. Krafa stefnanda: 15 millj. kr. í skaðabætur.

2. * Héraðsdómur Reykjavíkur 8. apríl 1994.
    Níels Adolf Ársælsson gegn Sigurjóni M. Egilssyni og fleirum. Ummæli dæmd dauð og ómerk: 1 af 1. Refsisekt í ríkissjóð 15.000 kr. Dæmdar miskabætur: 30.000 kr. Dæmd ur birtingarkostnaður: 30.000 kr. Dæmdur málskostnaður: 100.000 kr. Fjárkröfur stefn anda voru 4.600.000 kr. í miskabætur. Áfrýjað til Hæstaréttar.

3. * Héraðsdómur Reykjavíkur 14. mars 1994.
    Már Pétursson gegn Gunnari Smára Egilssyni og Blaði hf: Ummæli dæmd dauð og ómerk: 11 af 11. Miskabætur: 250.000 kr. með vöxtum frá 28. maí 1992. Gunnar Smári greiði 25.000 kr. sekt í ríkissjóð. Dæmdur birtingarkostnaður: 150.000 kr. Dæmdur máls kostnaður: 200.000 kr. Stefndi greiði samtals 625.000 kr. Áfrýjað til Hæstaréttar.

4. * Héraðsdómur Reykjavíkur 10. febrúar 1994.
    Hrafn Gunnlaugsson gegn Sigurði Á. Friðþjófssyni og fleirum. Ummæli dæmd dauð og ómerk: 18 af 21. Skaðabótakröfu hafnað. Refsikröfu hafnað. Dæmdur birtingarkostn aður: 150.000 kr. Dæmdur málskostnaður: 321.500 kr. Stefndi greiði samtals 471.500 kr.

5. * Héraðsdómur Vestfjarða 7. febrúar 1994.
    Níels Adolf Ársælsson gegn Sigurjóni J. Sigurðssyni og Halldóri Sveinbjörnssyni og H-Prenti hf. Ummælin dæmd dauð og ómerk. Skaðabótakröfu hafnað. Refsikröfu hafn að. Málskostnaður felldur niður. Kröfur stefnanda 2.800.000 kr., auk kostnaðar.

6. * Héraðsdómur Norðurlands eystra 22. nóvember 1993.
    I. Valbjörn Jónsson og fleiri gegn Pétri Péturssyni lækni. Ummæli dæmd dauð og ómerk. Stefndi sýknaður af öllum fjárkröfum stefnanda. Skilorðsbundin refsing. Máls kostnaður felldur niður. Upphaflegar kröfur stefnanda: 7.827.637 kr. II. Ólafur Sigur geirsson gegn Pétri Péturssyni. Ummæli dæmd dauð og ómerk. Dæmdar miskabætur: 20.000 kr. Dæmdur málskostnaður: 30.000 kr. Til birtingar dóms: 10.000 kr. Áfrýjað til Hæstaréttar.

7. Héraðsdómur Vestfjarða 5. nóvember 1993.
    Halldór Þórðarson og fleiri gegn Indriða Aðalsteinssyni. Ummæli dæmd dauð og ómerk: 23 af 23. Stefndi sýknaður af bótakröfum og kröfum um að standa straum af op inberri birtingu dómsins. Dæmdur málskostnaður: 300.000 kr. Upphaflegar kröfur stefn enda: 600.000 kr., auk kostnaðar.

8. * Héraðsdómur Reykjavíkur 11. júní 1993.
    Ástþór Bjarni Sigurðsson gegn Haraldi Jónssyni og Sigurði Má Jónssyni. Ummæli dæmd dauð og ómerk: 2 af 6. Fébóta- og refsikröfum hafnað. Kveðið á um birtingu dóms í Pressunni. Dæmdur málskostnaður: 90.000 kr. Upphaflegar kröfur stefnanda: 1.650.000 kr., auk kostnaðar. Áfrýjað til Hæstaréttar.

9. * Héraðsdómur Reykjavíkur 19. maí 1993.
    Werner I. Rasmusson gegn Sigurjóni M. Egilssyni og Blaði hf. Ummæli dæmd dauð og ómerk: 3 af 6. Refsi- og bótakröfu hafnað. Kveðið á um birtingu dóms í Pressunni. Dæmdur málskostnaður: 100.000 kr. Upphaflegar kröfur stefnanda: 500.000 kr.

10. Héraðsdómur Reykjaness 14. apríl 1992.
    Pétur Einarsson gegn Ólafi Björnssyni. Ummæli dæmd dauð og ómerk. Dæmt vegna brota á 234. gr. og 236. gr. hgl. Miskabætur 60.000 kr. Dæmdur málskostnaður: 150.000 kr. Samtals dæmdur málskostnaður: 210.000 kr.

11. * Héraðsdómur Reykjavíkur 12. mars 1992.
    Gallerí Borg hf. og Úlfar Þormóðsson gegn Kristjáni Þorvaldssyni, Þóru Kristínu Ás geirsdóttur o.fl. Ummæli dæmd dauð og ómerk: 11 af 13. Dæmdar miskabætur: 80.000 kr. með vöxtum frá 6. desember 1990. Dæmdar skaðabætur: 300.000 kr. Refsing dæmd skv. 235. gr. alm. hgl. 50.000 kr. (25.000 kr. hvort um sig). Kveðið á um birtingu í Press unni. Dæmdur birtingarkostnaður: 150.000 kr. Dæmdur málskostnaður: 170.000 kr. Stefndi greiði samtals 750.000 kr. án vaxta. Áfrýjað til Hæstaréttar.

12. * Hæstiréttur 25. nóvember 1993.
    Úlfar Nathanaelsson gegn Blaði hf. og Sigurði Má Jónssyni. Málinu vísað frá Hæsta rétti þar sem málatilbúnaði stefnanda var svo áfátt að ekki var hægt að leggja efnisdóm á málið. Úlfar dæmdur til að greiða 40.000 kr. í málskostnað.

13. Hæstiréttur 24. júní 1993.
    Gísli G. Ísleifsson gegn Bertu Kristinsdóttur. Ummæli dæmd dauð og ómerk. Dæmd ar miskabætur: 30.000 kr. Dæmdur málskostnaður: 140.000 kr. Stefndi greiði samtals 170.000 kr. Sératkvæði Péturs Kr. Hafstein. Sýkna.

14. Hæstiréttur 19. mars 1993.
    Skarphéðinn Ólafsson gegn Heiðari Guðbrandssyni. Sýknað af kröfum stefnanda, m.a. með vísan til 72. gr. stjórnarskrárinnar. Málskostnaður felldur niður. Í undirrétti var Skarphéðni gert að greiða 50.000 kr. í miskabætur og 90.000 kr. í málskostnað.

15. * Hæstiréttur árið 1992, bls. 401.
    Ákæruvaldið gegn Halli Magnússyni. Dæmd 60.000 kr. sekt skv. 108. gr. hgl. Dóm urinn fer á sakaskrá Halls. Ummælin ómerkt. Miskabætur dæmdar: 150.000 kr. Saksókn aralaun: 150.000 kr. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda: 260.000 kr. Samtals greiðir ákærði 610.000 kr. án vaxta. Sératkvæði Hrafns Bragasonar.

16. * Hæstiréttur árið 1989, bls. 1586.
    Útgáfufélag Þjóðviljans, Árni Bergmann og Össur Skarphéðinsson gegn Guðmundi G. Þórarinssyni. Ummæli dæmd dauð og ómerk. Ummæli varða við 235. gr. alm. hgl. Refs ing felld niður í Hæstarétti með vísan til 8. tölul. 74. gr. Sératkvæði Bjarna K. Bjarna sonar og Arnljóts Björnssonar sem ekki vildu beita 74. gr. hegningarlaga. Dæmdar 100.000 kr. í miskabætur. Kveðið á um birtingu dómsorðs skv. 22. gr. laga nr. 57/1956. Dæmdur birtingarkostnaður 50.000 kr., sbr. 2. mgr. 241. gr. alm. hgl. Dæmdur máls kostnaður: 150.000 kr. Samtals greiða stefndu 300.000 kr. án vaxta.

17. Hæstiréttur árið 1987, bls. 1280.
    Ákæruvaldið gegn Þorgeiri Þorgeirssyni. Ummæli dæmd dauð og ómerk. Refsing dæmd skv. 108. gr. alm. hgl., 10.000 kr. í sekt. Saksóknaralaun: 20.000 kr. Laun skip aðs verjanda: 40.000 kr. Samtals greiðir ákærði 70.000 kr. án vaxta. Sératkvæði Gauks Jörundssonar er vildi sýkna. Samtals greiddi stefndi 140.000 kr. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg sýknaði 22. júní 1992.

Mál sem bíður dóms gegn blaðamönnum:
    Hrafn Gunnlaugsson gegn Vikublaðinu.

Nokkur meiðyrðamál sem lokið hefur með sátt eftir stefnu:
    Björn Friðfinnsson gegn Frjálsri verslun.
    Jóhann Jónas Ingólfsson gegn Blaði hf.
    Þórarinn Eldjárn gegn Blaði hf.
    Sverrir Örn gegn Guðna Ágústssyni, fyrrverandi bankaráðsformanni Búnaðarbank ans.

* merkir mál blaðamanna.