Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 342 . mál.


542. Frumvarp til laga



um breyting á barnalögum, nr. 20 22. maí 1992.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    Við 3. mgr. 37. gr. laganna bætist nýr málsliður, svofelldur: Ef sérstaklega stendur á getur sýslumaður að ósk foreldris, sem ekki hefur forsjá barns, mælt fyrir um rétt þess til að hafa bréfa- og símasamband og hliðstætt samband við barnið.
    

2. gr.


    Við 39. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., svofelld:
    Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá barns og er öðru foreldra þá óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins.
    

3. gr.


    Á eftir 40. gr. laganna kemur ný grein, 40. gr. A, svofelld:
    

J. Réttur til upplýsinga um barn.


40. gr. A


    Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá frá hinu upplýsingar um hagi barns, þar á meðal varðandi heilsufar þess, þroska, dvöl á barnaheimili, skólagöngu, áhugamál og félags leg tengsl.
    Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá upplýsingar um barnið frá barnaheimil um, skólum, sjúkrahúsum, heilsugæslu- og félagsmálastofnunum og lögreglu. Réttur samkvæmt þessari málsgrein felur ekki í sér heimild til að fá upplýsingar um hagi forsjárforeldris.
    Stofnunum og stjórnvöldum, sem nefnd eru í 2. mgr., er þó heimilt að synja um upplýsingar ef hagsmunir foreldris af því að notfæra sér þær þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, þar á meðal ef telja verður að upplýsingar séu skaðlegar fyrir barn.
    Skjóta má synjun um upplýsingar um barn skv. 3. mgr. til sýslumanns innan tveggja mánaða frá því að foreldri var tilkynnt um ákvörðunina. Ákvörðun sýslumanns samkvæmt þessari máls grein verður ekki kærð til dómsmálaráðuneytis.
    Þegar sérstaklega stendur á getur sýslumaður ákveðið að ósk forsjárforeldris að svipta hitt foreldrið heimild til að fá upplýsingar skv. 2. mgr. Um kæru slíkrar ákvörðunar sýslumanns fer skv. 74. gr. þessara laga.
    

4. gr.


    Við 52. gr. laganna bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
    Dómsmálaráðuneytið getur heimilað að mál verði höfðað eftir lok fresta þeirra er greinir í 2. mgr. ef alveg sérstaklega stendur á. Á þetta einnig við þótt frestir til höfðunar vefengingar máls eða til höfðunar máls til ógildingar á faðernisviðurkenningu hafi verið liðnir þegar lög þessi tóku gildi.
    

5. gr.


    3. mgr. 53. gr. laganna verður svofelld:
    2. og 3. mgr. 52. gr. eiga við um mál samkvæmt þessari grein að breyttu breytanda.
    

6. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta hefur sifjalaganefnd samið að ósk Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð herra. Í nefndinni eiga sæti dr. Ármann Snævarr prófessor, formaður, Drífa Pálsdóttir skrifstofustjóri og Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari. Margrét Hauksdóttir deild arstjóri er ritari nefndarinnar.
    Frumvarpið víkur að fjórum meginatriðum. Tvær greinar, 1. og 3. gr., stefna að því að treysta tengsl barns og foreldris sem ekki hefur forsjá þess. Í 1. gr. er lagt til að um gengnisréttur skv. 37. gr. barnalaga verði rýmkaður og látinn ná til símasambands, bréfa sambands og annars hliðstæðs sambands foreldrisins við barnið. Í 3. gr. er kveðið á um rétt slíks foreldris til að fá upplýsingar um hagi barns hjá hinu foreldrinu og ýmsum stofnunum sem barnið tengist, svo og stjórnvöldum og starfsmönnum er fjalla um mál efni barnsins. Ákvæði 2. gr. stendur í tengslum við Evrópuráðssamning frá 20. maí 1980 um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna o.fl. og Haag-samning frá 25. október 1980 um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa. Er ákvæðið stílað vegna framkvæmdar samninganna sem nú er ætlunin að fullgilda af Ís lands hálfu. Þá eru loks í 4. og 5. gr. ákvæði um heimild dómsmálaráðuneytisins til að lengja málshöfðunarfresti til höfðunar vefengingarmála og mála til ógildingar á faðern isviðurkenningu.
    Þungamiðja frumvarpsins er það stefnumið að treysta tengsl foreldris sem ekki hef ur forsjá barns við barnið svo sem fram kemur í 1. og 3. gr. Skal nú farið um það mál nokkrum almennum orðum.
    Á síðustu árum hafa verið lögfest mikilvæg ákvæði er stuðla að auknum tengslum milli barns og þess foreldris sem ekki hefur forsjá barnsins. Með lögum nr. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar, var leiddur í lög umgengnisréttur þess foreldris skilgetins barns sem ekki fékk forsjá þess við skilnað. Umgengnisréttur foreldris, sem ekki hafði forsjá óskilgetins barns, var lögtekinn með barnalögum, nr. 9/1981, en í dómi Hæstaréttar frá 1979 var talið að sá réttur hlyti að styðjast við sett lagaákvæði og gæti ekki sótt stoð í meginreglur barnaréttar. Með þeim lögum var einnig lögfest sameiginleg forsjá sambúð arforeldra fyrir barni þeirra og raunar stjúpbarni. Um þessi efni voru svo sett fyllri ákvæði í barnalögum, nr. 20/1992. Með barnalögum 1992 voru lögfest ákvæði um heimild for eldra, sem ekki eru samvistum, til að semja um sameiginlega forsjá barna sinna og jafn framt var afnuminn lagamunur á réttarstöðu barna giftra foreldra og ógiftra á sviði barna réttar.
    Lagaákvæði um umgengnisrétt hafa gegnt veigamiklu hlutverki í reynd og skiptir miklu til rétts skilnings á þeim að réttur þessi er markaður í íslenskum lögum sem rétt ur barns til samvista við báða foreldra sína. Í ljósi reynslunnar af þessu úrræði þykir tíma bært að rýmka inntak umgengnisréttarins. Samkvæmt hefðbundnum skilningi er hann ein skorðaður við rétt foreldris til að umgangast barnið, þ.e. að fá barn í heimsókn tiltekinn tíma eða fá að heimsækja barn, með öðrum orðum að hafa barn í návist sinni. Annars konar samband við barnið fellur utan marka umgengnisréttar, þar á meðal símasamband, bréfasamband eða hliðstætt samband sem er þá fjarsamband en ekki návistar. Er um gengnisréttur mótaður með þessum hefðbundna hætti í norrænum lögum og víða í er lendum lögum þótt þar séu ýmis dæmi um víðtækara samband barns og foreldris, sbr. t.d. þýskan rétt þar sem einnig er viðurkenndur réttur foreldris sem ekki hefur forsjá barns til upplýsinga um hagi barns, sbr. 3. gr. frumvarpsins.
    Ekki leikur á tveim tungum að t.d. síma- og bréfasamband foreldris við barn getur skipt miklu um tengslin milli þeirra. Slíkt getur stuðlað að auknum kynnum barns og for eldris sem ekki hefur forsjá þess og treyst samband þeirra. Þessi umgengnisþáttur skipt ir sérstaklega miklu þegar svo hagar til að foreldri getur ekki notið umgengni við barn ið í hefðbundnum skilningi sökum fjarvista frá barni o.fl.
    Með 1. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um þá rýmkun umgengnisréttar sem hér var vik ið að. Er lagt til að það verði gert með því að bæta nýjum málslið við 3. mgr. 37. gr. lag anna. Í þessu felst að aðrar heimildir sýslumanns skv. 3. mgr. 37. gr. eiga hér við og einnig 6. mgr. greinarinnar. Enn fremur felst í stöðu hins nýja ákvæðis að 38. gr. lag anna um þvingunarúrræði í tengslum við umgengnisrétt á við um þennan umgengnis auka.
    Ákvæði 3. gr. frumvarps eru að ýmsu leyti af svipuðum toga og 1. gr. Þar eru hafð ir í huga hagsmunir þess foreldris sem ekki hefur forsjá barns af því að eiga þess kost að fá upplýsingar um hagi barnsins, ýmist frá forsjárforeldri, sbr. 1. mgr., eða ýmsum stjórn völdum, stofnunum og sérfræðingum sem fjalla um málefni barns, sbr. 2. mgr. Því for eldri sem ekki nýtur forsjár er vissulega oft annt um barnið og á það réttmætt tilkall til að fylgjast með barni, heilsuhögum þess, þroskaferli, skólagöngu, uppeldi, félagslegri stöðu og þátttöku þess í félagsstarfi o.s.frv. Lögfesting á slíkum aðgangi foreldris að upp lýsingum um hagi barns ætti m.a. að bæta hlut forsjárlausa foreldrisins sem verður þó að hafa aðgát er það neytir þessa réttar síns og sýna nærgætni. Ákvæði 3. gr. hefur ekki síst gildi fyrir foreldri sem ekki getur notið hins venjubundna umgengnisréttar, t.d. vegna fjar lægðar frá barni, og getur ekki með þeim hætti kynnt sér hagi barns almennt með um gengni við það. Þess er einnig að geta að nú ríkir veruleg óvissa um það hjá t.d. starfs mönnum skóla og annarra uppeldisstofnana, lækna og heilsugæslu- og félagsmálastofn ana hvort foreldri, sem ekki hefur forsjá barns, eigi rétt á upplýsingum um persónuhagi barnsins. Ef 3. gr. frumvarpsins verður lögtekin er þar með mótuð sú almenna regla sem er þó ekki undantekningarlaus að foreldrið, sem ekki nýtur forsjár, eigi yfirleitt aðgang að persónuupplýsingum varðandi barnið til jafns við forsjárforeldrið. Ákvæði 3. mgr. 3. gr. frumvarpsins um heimild til að synja um upplýsingar er sniðið að 17. gr. stjórnsýslu laga, nr. 37/1993, en samkvæmt framangreindri 3. mgr. væri t.d. óheimilt að veita mjög viðkvæmar upplýsingar sem gætu verið skaðlegar fyrir barnið, t.d. spillt sambandi þess og foreldris.
    Í 50. gr. norsku barnalaganna frá 1981 er svipað ákvæði og í 3. gr. frumvarpsins. Það var ekki í stjórnarfrumvarpinu en þingnefnd, er fjallaði um frumvarpið, bar fram tillögu um þá grein. Talið er að þetta ákvæði gegni mikilvægu hlutverki. Dönsk nefnd, sem fjall ar um endurskoðun á forsjárreglum, mælir með að svipað ákvæði verði lögfest í Dan mörku og enn fremur ákvæði er svipar til 1. gr. frumvarps þessa, sbr. Betænkning nr. 1279/1994 um sameiginlega forsjá, umgengnisrétt o.fl.
    Um 1. og 3. gr. frumvarpsins má almennt benda á að þær eru sjálfstæðar andspænis umgengnisrétti skv. 37. gr. ella. Þótt foreldri sé meinuð umgengni í hefðbundnum skiln ingi við barn er hugsanlegt að það eigi rétt til sambands við barn skv. 1. gr. eða aðgang að upplýsingum um hagi þess skv. 3. gr. Það er háð sjálfstæðu mati hverju sinni.
    Ákvæðum 1. og 3. gr. er það sameiginlegt að þeim er ætlað að treysta réttarstöðu for eldris sem ekki hefur forsjá barns. Hins vegar eiga greinarnar ekki við ef um samnings bundna sameiginlega forsjá er að tefla eftir skilnað, sambúðarslit eða endranær því að þá eru það forsjárreglurnar sjálfar sem skera úr. Ákvæðin eiga ekki við um barn sem barna verndarnefnd ráðstafar í fóstur, en um samband foreldra við það gilda reglur barnavernd arlaga og stjórnvaldsreglur samkvæmt þeim, sbr. enn fremur 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og túlkun mannréttindanefndar og Mannréttindadómstóls Evrópu á greininni.
    Ákvæði 1. og 3. gr. eiga það enn sammerkt að þær geyma reglur almenns efnis enda er náin afmörkun ógerleg. Reglurnar hljóta að mótast nánar í lagaframkvæmd, eftir at vikum með setningu stjórnvaldsreglna, sbr. 76. gr. barnalaga, innan þeirrar meginum gerðar sem greinarnar marka.
    Ákvæði 1. og 3. gr. eru stíluð sem réttur foreldris er ekki hefur forsjá barns til að hafa samband við barn eða fá upplýsingar um hagi þess. Lagaástæðurnar eru hér þó öðrum þræði þær að það sé barni til hagsbóta að foreldri hafi samband við það eða fylgist með högum þess og þroskaferli. Hér er því í reynd bæði um foreldrarétt og barnarétt að ræða þegar ákvæðin eru brotin til mergjar.
    Í alþjóðasamningum og yfirlýsingum er lögð rík áhersla á umgengnisrétt og slík tengsl barns og foreldris, þar á meðal forsjárlauss foreldris. Er áður vikið að 8. gr. mannrétt indasáttmála Evrópu. Enn fremur má vekja athygli á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 20. nóvember 1989, einkum 3. og 16. gr.
    Í þessum inngangsorðum þykir ekki þörf á að ræða efni 4. og 5. gr. frekar en orðið er.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Efni hennar og þeim rökum sem hún er reist á er lýst í megindráttum í inngangsorð um greinargerðarinnar.
    Ákvæðið fjallar um síma- og bréfasamband foreldris sem ekki hefur forsjá barnsins við það, svo og svipuð fjarskipti. Með ákvæðinu er stuðlað að auknu sambandi foreldr is við barnið. Farsælast er að foreldrar komi sér saman um þessi samskipti foreldris og barns, sbr. 2. mgr. 37. gr. barnalaga, og slíku er sem betur fer oft að heilsa. Ef ágrein ingur rís getur sýslumaður að ósk þess foreldris sem ekki nýtur forsjár barnsins skorið úr honum samkvæmt því er nánar segir í 1. gr. frumvarpsins, sbr. og 3. mgr. 37. gr. barnalaga í heild sinni.
    Undir þau fjarskipti milli foreldris og barns, er 1. gr. frumvarpsins felur í sér, falla m.a. símskeyti, símbréf (fax), spólur sem talað er inn á og segulbönd, allt með skilaboð um foreldris eða með tjáningu þess, rödd foreldris á símsvara o.fl. hliðstætt.
    Ef barn hefur þroska til að kynna sér sjálft efni bréfs er forsjárforeldri almennt ekki heimilt að opna bréf, stílað til þess, eða skjóta því undan. Hér grípa þó inn í reglur um foreldraábyrgð sem leiða til þess að forsjárforeldri er rétt og eftir atvikum skylt að opna bréf og kynna sér efni þess ef grunur leikur á að það geymi eitthvað það sem er and stætt lögum og siðferði eða sé til tjóns fyrir barnið. Hér geta markatilvik efalaust orðið mörg, en þau verður að leysa með hliðsjón af meginreglunni um að eigi megi opna bréf, stílað til barnsins, svo sem greint var, og einnig af grunnreglunni um að hagur barns skuli ávallt sitja í fyrirrúmi. Jafnt lokuð bréf sem opin falla hér undir, sbr. t.d. kort, og orð sendingar til barnsins á opnu bréfspjaldi. Bréflegri tjáningu frá foreldri til barns í op inni bréfsendingu má því ekki heldur skjóta undan. Forsjárforeldri er skylt að vitja eða láta sækja bréf og póstsendingu, stílaða til barns, í pósthús samkvæmt tilkynningu er borist hefur.
    Í sambandi við 1. gr. frumvarpsins er bent á ákvæði 228. gr. almennra hegningar laga, nr. 19/1940. Við beitingu þess ber þó að taka tillit til sérstöðu foreldris samkvæmt reglum um foreldraábyrgð.
    Eins og fram kemur í 1. gr. frumvarpsins getur sýslumaður, þegar sérstaklega stend ur á, m.a. úrskurðað að foreldri, sem ekki hefur forsjá barns síns, sé heimilt að hafa síma samband við barnið þótt forsjárforeldrið sé því mótfallið. Þegar svo hagar til má ætla að ákvörðun sýslumanns mundi að jafnaði lúta að því að heimild foreldris til að hringja í barnið yrði bundin við ákveðinn stað og stund. Þar sem barni gæti reynst erfitt að ræða við foreldri sitt í síma á heimili sínu og þá að jafnaði í viðurvist hins foreldrisins, sem mótfallið er samtalinu, gæti sýslumaður ákveðið að það foreldra sem ekki hefur forsjá skuli hafa símasamband við barnið á hlutlausum stað og eftir atvikum undir eftirliti hlut lauss aðila. Hér mætti t.d. gera ráð fyrir að símtal færi fram í skóla þeim sem barnið sæk ir og þá í samvinnu við skólayfirvöld, í sendiráði, ef foreldri og barn eru búsett hvort í sínu landi eða á skrifstofu barnaverndarnefndar, sbr. 6. mgr. 37. gr. barnalaga.
    Ákvörðun sýslumanns er hér nauðsynlegur varnagli til öryggis. Sýslumaður getur breytt ákvörðun um samskipti þessi í ljósi þeirrar reynslu sem af þeim hafa fengist í ein stökum tilvikum. Enn fremur getur hann mælt svo fyrir að felld verði niður heimild for eldris tímabundið eða almennt eftir því sem hagsmunir barns mæla með. Um umsögn barnaverndarnefndar fer skv. 6. mgr. 37. gr. barnalaga. Úrskurð sýslumanns má kæra til dómsmálaráðuneytisins svo sem segir í 1. gr. frumvarpsins, sbr. reglur 74. gr. barnalaga, svo sem þeim var breytt með 8. tölul. 36. gr. laga nr. 37/1993.
    Ákvæði 38. gr. barnalaga á við ef forsjárforeldri tálmar þeim samskiptum sem 1. gr. frumvarpsins kveður á um. Þess er að vænta að slíkum viðurlögum verði beitt með mik illi varúð.
    

Um 2. gr.


    Svo sem áður er greint stendur ákvæði þetta í tengslum við Evrópuráðssamning frá 20. maí 1980 um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt forsjár barna og Haag-samning frá 25. október 1980 um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa. Samninga þessa er ætlunin að fullgilda af Íslands hálfu.
    Ákvæði 2. gr. á við um sameiginlega forsjá foreldra fyrir barni, en það úrræði var lög tekið með barnalögum, nr. 20/1992, sbr. 3. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 33. gr. laganna. Með an sameiginleg forsjá er við lýði er ljóst að þörf er á samþykki beggja foreldra ef flytja á barn úr landi.
    Hvort foreldri um sig getur krafist þess að samningur um sameiginlega forsjá verði felldur úr gildi, sbr. 2. mgr. 35. gr. Þessi forsjárskipan gildir þó uns nýrri lögmætri for sjárskipan hefur verið á komið. Hér kann að skapast óvissa og er 2. gr. frumvarpsins mót uð til þess að taka hér af tvímæli og þá nánast til öryggis.
    

Um 3. gr.


    Um efni greinarinnar í megindráttum og lagarök er að baki búa vísast til inngangs orða greinargerðar.
    Samkvæmt 3. gr. frumvarpsins á það foreldrinu, sem ekki hefur forsjá barns, rétt á að fá upplýsingar um barnið frá hinu foreldri eða nánar greindum stofnunum, stjórnvöld um eða sérfræðingum. Ákvæðið á ekki við um sameiginlega forsjá þótt barn dveljist að eins hjá öðru foreldra um hríð, enda skera forsjárreglur þá úr um aðgang að þessum upp lýsingum. Nánir vandamenn eiga ekki þennan rétt, en ef þeir hafa umgengnisrétt við barn ið, sbr. 5. mgr. 37. gr., eiga þeir samkvæmt því tilkall til upplýsinga að nokkru marki um hagi barns að því er varðar framkvæmd umgengninnar.
    Ákvæði 3. gr. er reist á því að óskir foreldris séu settar fram um upplýsingar og er ekki gert ráð fyrir að forsjárforeldri eigi frumkvæði að því að skýra hinu frá högum barns. Slík skylda getur þó hvílt á foreldri í skjóli almennra reglna um forsjá og foreldraábyrgð, t.d. ef barn verður sjúkt eða lendir í slysi, er sakað um refsivert brot eða hverfur. Ósk um upplýsingar verður yfirleitt að lúta að sérgreindum atriðum þótt ekki megi túlka það mjög þröngt.
    Þar sem kveðið er á um upplýsingar í 3. gr. frumvarpsins er átt við munnlegar upp lýsingar en ekki bréfleg gögn eða ljósrit af þeim.
    Í 1. mgr. er mælt fyrir um að það foreldri sem ekki hefur forsjá barns eigi rétt á að fá frá forsjárforeldri upplýsingar um hagi barns.
    Í 2. mgr. segir um upplýsingar sem foreldri, er ekki hefur forsjá barns, óskar hjá stofn unum, stjórnvöldum og sérfræðingum á sviði heilsugæslu og félagsmála eða hjá uppeld isstofnunum, barnaheimilum og skólum, svo og hjá lögreglu. Stofnanir þær og stjórn völd sem greind eru í 2. mgr. með nokkuð almennu orðalagi, eru ekki tæmandi talin eins og fram kemur í athugasemdum þessum. Með heilsugæslustofnunum er átt við sjúkra hús og aðrar sjúkrastofnanir og heilsugæslustöðvar, sbr. lög nr. 97/1990, um heilbrigð isþjónustu. Til barnaheimila teljast leikskólar og aðrar slíkar stofnanir fyrir börn á for skólaaldri, sbr. lög nr. 78/1994. Dagmæður falla hér undir en ekki gæsluvellir. Um fé lagsmálastofnanir og starfsmenn þeirra vísast til laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Barnaverndarnefndir falla út af fyrir sig undir félagsmálastofnanir sam kvæmt greininni, en um þær fer eftir lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992. Með skólum er hér átt við fræðslustofnanir (grunnskóla) fyrir börn eftir forskólaaldur og allt til 16 ára aldurs, sbr. 1. gr. laga nr. 49/1991.
    Orðið lögregla tekur til allra þátta í löggæslustarfseminni, þar á meðal varðandi slys farir, rannsókn refsiverðra brota og hvarf barna og ungmenna. Það nær ekki til starfs manna fangelsa. Upplýsingar úr þjóðskrá geta fallið hér undir, svo sem ósk um upplýs ingar um búsetu barns.
    Ákvæðið er ekki einskorðað við opinberar stofnanir eða stjórnvöld, læknar eða tann læknar sem reka eigin stofur falla t.d. hér undir, svo og barnaheimili eða skólar sem rekn ir eru af öðrum en hinu opinbera. Um barnaheimili skiptir ekki máli hvort það er starf rækt allan ársins hring eða aðeins t.d. á sumrin.
    Ungmennafélög eða klúbbar, svo sem íþróttafélög og skátafélög, falla utan marka þeirra stofnana sem 3. gr. tekur til.
    Ákvæðið víkur ekki að því hverjir starfsmenn á stofnun veiti umbeðnar upplýsingar. Um það fer eftir reglum sem um stofnunina gilda. Eðlilegast er t.d. að það sé leikskóla stjóri sem láti fræðslu í té eða forstöðumaður deildar sem barn dvelst á. Að sínu leyti er heppilegast að forstöðumaður sjúkradeildar (yfirlæknir, yfirhjúkrunarfræðingur) fjalli um mál eða a.m.k. sé samráð haft við hann í öllum vafatilvikum. Hliðstæðar athugasemdir eiga við um aðrar stofnanir og starfsmenn.
    Í 2. mgr. segir berlega að réttur samkvæmt þeirri málsgrein feli ekki í sér heimild til að fá upplýsingar um hagi forsjárforeldris. Það leiðir beinlínis af tilganginum með ákvæð inu sem er að greiða fyrir vitneskju um hagi barns.
    Upplýsingar þær sem um er beðið hjá stofnunum, stjórnvöldum eða sérfræðingum skv. 2. mgr., geta varðað mjög viðkvæm málefni. Nauðsynlegt þykir vegna hagsmuna barns, forsjárforeldris (og e.t.v. annarra einstaklinga), svo og vegna almannahagsmuna, að setja aðgangi að upplýsingum nokkrar skorður. Hér vegast sýnilega á mismunandi hagsmun ir. Við mat á þeim verður að virða meginreglu 1. mgr. um að foreldri, sem ekki hefur for sjá barns, eigi rétt á upplýsingum um hagi þess. Samkvæmt því viðhorfi er réttmætt að nota hér þá viðmiðun sem fram kemur í 17. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í því felst að þeir almanna- eða einkahagsmunir sem á reynir hljóta að vera „mun ríkari“ en hags munir foreldris af því að hljóta umbeðnar upplýsingar, svo að réttur foreldris víki. Þeir hagsmunir sem staðið geta í vegi fyrir tilkalli foreldris til upplýsinga geta t.d. lotið að efnum sem varða barnaverndar- eða forsjármál en geta einnig varðað hagsmuni forsjár foreldris, t.d. vegna þess að hætta sé á að upplýsingar verði misnotaðar með sífelldri áreitni. Sérstök ástæða er til að meta ósk um upplýsingar gaumgæfilega ef ætla má að að gangur að upplýsingum geti reynst barni skaðlegur eða sambandi barns og foreldris. Er þessa sérstaklega getið í 50. gr. norsku barnalaganna og í texta dönsku tillagnanna, sbr. enn fremur álit umboðsmanns Alþingis í skýrslu hans frá árinu 1989, bls. 58 (69). Upp lýsingar má stundum nota gegn barninu og er þá varhugavert að veita þær. Barnið get ur vissulega haft sjálfstæða hagsmuni af því að upplýsingum um það sé haldið leyndum fyrir foreldrum, öðru eða báðum. Málefnaleg virðing getur leitt til þess að aðeins ann að foreldra fái upplýsingar um barnið. Foreldri, sem ekki hefur forsjá barns, verður hvað sem öðru líður að hlíta takmörkunum sem hitt foreldra verður að sæta.
    Um skýringar á ákvæði 3. mgr. 3. gr. frumvarpsins má einnig benda á skýringarrit um stjórnsýslulögin, gefið út af forsætisráðuneytinu 1994, athugasemdir við 2. mgr. 15. gr. og 17. gr.
    Höfnun á ósk um upplýsingar má skjóta til sýslumanns og ber í því sambandi að hafa í huga reglu 27. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Hann getur staðfest synjun eða fellt hana úr gildi eða tekið hana til greina að tilteknu marki sem sérgreint verður. Ekki þykir þörf á að heimila kæru á úrskurði sýslumanns til dómsmálaráðuneytis. Mál þessi mundu oft leysast eftir að úrskurður hans gengur og þess er að geta að sýslumaður getur breytt úr skurði sínum. Samkvæmt norsku barnalögunum er úrskurður fylkismanns um þessi efni ekki kæranlegur til ráðuneytisins.
    Ákvæði 4. mgr. á við um ósk um upplýsingar í tiltekið skipti. Samkvæmt 5. mgr. get ur sýslumaður að ósk forsjárforeldris svipt hitt foreldrið almennum rétti til að fá upp lýsingar um hagi barns. Ákvæðið, sem sett er til verndar forsjárforeldri og barninu, á við ef um bersýnilega misnotkun er að ræða. Getur hún falist í því að foreldrið, sem í hlut á, spyrji í þaula um hagi barnsins og baki heimilinu veruleg óþægindi sem bitna oft á barni. Enn fremur má vera að misfarið sé með upplýsingar og þær notaðar í annarleg um eða andfélagslegum tilgangi (chikane). Oftast mundi þetta vera þáttur í miklum fjöl skylduerjum þar sem heimilisfriði er stefnt í voða. Ákvörðun sýslumanns er kæranleg til ráðuneytisins skv. 74. gr. barnalaga. Ef úrskurður gengur um sviptingu réttar til að fá upplýsingar skv. 4. mgr. þarf að koma fræðslu um hann á framfæri við stofnanir þær, stjórnvöld eða sérfræðinga er greinir í 2. mgr. eftir því sem tök eru á, t.d. við barna heimili þar sem barn dvelst eða skóla sem barn gengur í. Að jafnaði hvílir tilkynning arskylda um úrskurði sýslumanns á forsjárforeldrinu, en tilkynning gæti þó komið í hlut sýslumanns að ósk forsjárforeldris ef sérstaklega stendur á.
    Ákvæði 3. gr. varðar ekki rétt foreldris til að fá upplýsingar um hagi barns sem vistað hefur verið á fósturheimili af hálfu barnaverndarnefndar. Um það fer eftir greindum lög um um vernd barna og ungmenna og stjórnvaldsreglum, settum með stoð í þeim. Að því er varðar síma- og bréfasamband kynforeldra við börn sem ráðstafað hefur verið í fóst ur má benda sérstaklega á að mannréttindanefnd og Mannréttindadómstóll Evrópu hafa látið uppi það álit að veita skuli þeim rétt á slíku sambandi við börn og er þá einkum miðað við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Yfirleitt má ráða það af afstöðu þessara stofnana að lögð er mikil áhersla á umgengnisrétt foreldris sem ekki fer með forsjá barns við barnið.

Um 4. og 5. gr.


    Með 52. gr. barnalaga, nr. 20/1992, var felld niður heimild er dómsmálaráðherra hafði samkvæmt barnalögum, nr. 9/1981, sbr. 3. mgr. 4. gr., ef alveg sérstaklega stóð á, til að leyfa höfðun vefengingarmáls þótt lögboðinn málshöfðunarfrestur væri liðinn. Dóms málaráðuneytið telur æskilegt að slík heimild sé í lögum. Er lagt til að hún verði lög fest að nýju með 4. gr. frumvarpsins og þykir þá eðlilegt að sams konar heimild sé um mál sem höfðað er til ógildingar á viðurkenningu á faðerni barns skv. 53. gr. barnalaga. Er lagt til í 5. gr. frumvarpsins að slík heimild verði lögtekin. Dómsmálaráðherra getur lengt fresti til höfðunar dómsmála skv. 54. og 55. gr. þótt frestur til þess sé liðinn skv. 52. og 53. gr. við gildistöku laga þessara, t.d. þegar fimm ára fresturinn skv. 52. gr. er liðinn þegar lögin taka gildi. Er þetta ákvæði sett til að taka af tvímæli um lögskýringu.
    

Um 6. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á barnalögum.


    Tilgangur frumvarpsins er að breyta ýmsum ákvæðum gildandi barnalaga til þess að stuðla að traustari tengslum barns við það foreldri sem ekki hefur forsjá með því.
    Frumvarpið felur ekki í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.