Ferill 345. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 345 . mál.


566. Tillaga til þingsályktunarum einkanúmer á ökutæki.

Flm.: Árni Johnsen, Sturla Böðvarsson, Egill Jónsson,


Guðjón Guðmundsson, Sigríður A. Þórðardóttir,


Lára Margrét Ragnarsdóttir, Árni R. Árnason,


Guðmundur Hallvarðsson.    Alþingi ályktar að skora á dómsmálaráðherra að gefa nú þegar út reglugerð sem heimilar einkanúmer á ökutæki og að sérstakt gjald á einkanúmer verði notað sem fjáröflun til að efla og auka umferðaröryggi.

Greinargerð.


    Eftir að fastnúmerakerfi á bílum var tekið upp hefur komið í ljós að mikill áhugi er á að menn geti valið sér númer á bíla sína. Tillögur á Alþingi hafa líka sýnt að margir sakna gömlu skráningarmerkjanna sem höfðu fylgt einstaklingum eða fjölskyldum í langan tíma. Einnig hafa Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasambandið sýnt málinu áhuga.
    Í núverandi fastnúmerakerfi er ekki hægt að koma til móts við þessar óskir vegna þess að bíl um er langoftast úthlutað númeri áður en vitað er hver verður eigandinn og síðan fylgir númerið bílnum þrátt fyrir eigendaskipti. Auk þessa væri óskipulögð númeraúthlutun óheppileg því að henni fylgir klíkuskapur, tortryggni, brask, öfund og aðkast eins og reynslan sýnir.
    Til þess að ráða bót á þessu væri hægt að taka upp svipað kerfi hér yfir einkanúmer og víða er í nágrannalöndunum, t.d. Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum. Í þessu kerfi yrði einstak lingum boðið, gegn sérstöku gjaldi, að hafa sjálfvalið skráningarnúmer á bíl sínum sem er annað en fastnúmerið. Í fréttabréfi Bifreiðaskoðunar Íslands hafa þeir Karl Ragnars og Högni Eyjólfsson gert grein fyrir hugmyndum um notkun einkanúmera en til þess að einkanúmer verði að veruleika þarf dómsmálaráðuneytið að gefa út reglugerð sem heimilar slíka notkun.

Útlit númeranna.


    Númerin verði á sams konar spjöldum og fastnúmerin eru nú og eins á litinn. Þau verði 1–6 stafir á lengd, frjáls samsetning bókstafa og tölustafa og eyður einnig leyfðar. Þó verði samsetn ingin tveir bókstafir — eyða — þrír tölustafir ekki leyfð þar sem hætta væri á ruglingi við fastnúmer. Ekki væru heldur leyfð skrásett vörumerki nema með leyfi eigenda þeirra. Einnig mundu ákveðnar siðareglur gilda um orð á númeraplöturnar. Leyfðir yrðu íslenskir bókstafir og má gera ráð fyrir að stutt íslensk mannanöfn, eins og Davíð, Jón 4, Gunnar o.s.frv., verði vin sæl á bílum. Á þennan hátt er einnig hægt að mynda sömu skráningarnúmer og menn áttu í gamla kerfinu, t.d. V 100, R 1234 eða P 500. Þó mætti ekki nota slík númer ef sama skráningar númer er enn á bíl í gamla kerfinu sem ekki hefur verið afskráður.
    Einkaúmeraspjöldin yrðu frábrugðin fastnúmeraspjöldum að einu leyti. Upphleypti reitur inn, sem er í miðju númeri og ætlaður fyrir skoðunarmiða, yrði ekki á þessum spjöldum. Í stað hans yrði reiturinn lengst til vinstri notaður fyrir skoðunarmiða og því er ekki hægt að hafa heimamerki á þessum spjöldum. Verksmiðjunúmer og fastnúmer yrði þrykkt á spjöldin með litlum stöfum hliðstætt því sem gert er á sendiráðsnúmerum.

Umskráningar.


    Þegar bíleigandi fengi einkanúmer afhent yrði hann að skila fastnúmeraspjöldum sem fyrir eru á bílnum, þ.e. ef ekki er um að ræða nýjan bíl. Þegar bíllinn er seldur eru eig endaskipti ekki skráð fyrr en búið er að panta nýjar fastnúmeraplötur eða önnur einka númer. Seljandinn getur síðan flutt einkanúmer sín yfir á annan bíl, en áður en það er gert þarf að þrykkja nýtt verksmiðjunúmer og fastnúmer í litlum stöfum á spjöldin.
    Hægt verði að leggja einkanúmer inn til geymslu eins og önnur númer og verða þau geymd allt að einu ári. Hver einstaklingur má ekki eiga nema eitt númerapar í geymslu og má þar að auki ekki eiga fleiri einkanúmer en bíla. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir brask með góð einkanúmer.

Kostnaður.


    Gert er ráð fyrir hærra stofngjaldi einkanúmera en fastra númera á bíla. Í sumum lönd um, þar sem boðið er upp á einkanúmer, eru þau margfalt dýrari en föstu númerin, allt að 10–20 sinnum dýrari. Sérstaða Íslands er margvísleg. Samfélagið hér er mun per sónulegra en í fjölmennari löndum og stéttaskipting er ekki í eðli Íslendinga eins og svo margra þjóða sem við þekkjum, jafnvel nágranna- og frændþjóða, og í ljósi þess er ekki boðlegt að hafa verð á einkanúmerum það hátt að þau verði einhver forréttindi þeirra hæst launuðu í þjóðfélaginu. Jafnframt má benda á að gamla númerakerfið var mun persónu legra en það nýja, menn fylgdust með bílunum eins og vinum og vandamönnum og á margan hátt létti það númerakerfi Íslendingum að hafa persónulegt samband sem skipt ir þá svo miklu máli. Með einkanúmerakerfi eins og hér er getið um er unnt að koma til móts við óskir margra Íslendinga í þessum efnum. Lagt er til að gjald fyrir einkanúmer verði tvisvar til þrisvar sinnum hærra en fyrir fastnúmer eða um 10–15 þús. kr. og jafn framt er lagt til að tekjur af einkanúmerum renni til þess að efla og auka umferðarör yggi.