Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 381 . mál.


612. Tillaga til þingsályktunar



um samþykktir Vestnorræna þingmannaráðsins 1994.

Flm.: Árni Johnsen, Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Pálmadóttir,


Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Petrína Baldursdóttir.



    Alþingi ályktar að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, landsstjórnar Færeyja og landsstjórnar Grænlands að þær skipi starfshóp til að ræða mögulegt samstarf um samskipti og sameiginlegar áherslur landanna gagnvart Evrópusambandinu í ljósi stöðu þeirra utan sam bandsins um fyrirsjáanlega framtíð.

Greinargerð.


    Í samræmi við 2. gr. I. kafla samkomulagsins um Vestnorræna þingmannaráðið samþykkti ráðið á árinu 1994 tilmæli til ríkisstjórna Vestur-Norðurlanda og er tillaga þessi flutt til að færa þau á vettvang Alþingis, en þau fjalla um starf og sameiginlegar áherslur landanna gagnvart Evrópusambandinu í ljósi stöðu þeirra utan þess.
    Þingmannaráðið samþykkti einnig að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnanna að yrði aðild að Evrópusambandinu hafnað af einu eða fleiri Norðurlandanna, sem um það kusu sl. haust, yrði einnig leitað eftir samstarfi við þau lönd um þátttöku í þessu samstarfi.