Ferill 390. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 390 . mál.


696. Svar


fjármálaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Egilssonar um hlutabréfaeign einstaklinga.

     1 .     Hve háa fjárhæð telja einstaklingar fram sem hlutabréfaeign?
    Samkvæmt skattframtölum ársins 1994 nam framtalin hlutabréfaeign einstaklinga samtals 18,5 milljörðum kr. Þessi fjárhæð var í eigu 31.525 einstaklinga (hjón talin sem tveir einstak lingar). Þar af voru tæplega 8 milljarðar kr. eignarskattsskyldir, en skattfrelsi hlutabréfa er bundið við 1,2 millj. kr. hjá einhleypum og 2,4 millj. kr. hjá hjónum.

     2 .     Hve háa fjárhæð telja einstaklingar fram sem arð af hlutabréfum?
    Framtalinn arður af hlutabréfum nam 949 millj. kr. í skattframtölum ársins 1994 og var fjöldi framteljenda 17.747. Þar af voru 460 millj. kr. skattfrjálsar tekjur, eða tæplega helmingur. Skattfrelsi arðs er bundið við 10% af nafnverði hlutafjár að hámarki, eða 128 þús. kr. hjá ein hleypum og 256 þús. kr. hjá hjónum.

     3 .     Hverjar eru skatttekjur ríkissjóðs af hlutabréfaeign einstaklinga, þ.e.:
                   a .     hve margir einstaklingar greiða eignarskatt af hlutabréfaeign og hve mikið,
                   b .     hve margir einstaklingar greiða tekjuskatt af hlutabréfaeign og hve mikið?

    Um 2.600 einstaklingar greiddu eignarskatt af hlutabréfaeign á árinu 1994, samtals 135–140 millj. kr.
    Tæplega 1.000 einstaklingar greiddu tekjuskatt af arði á árinu 1994, samtals um 200 millj. kr.